top of page

Skilmálar

Skilmálann staðfestir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

Seljandi er Roverk.ehf. kt. 480322-1260 Vsk.nr. 144073. 

Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla á www.loftogljos.is.

Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Til þess að tryggja rétt bæði kaupanda sem og seljanda höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðskipti (lög nr. 77/2000, nr. 30/2002 og nr. 48/2003).

Lög og Varnarþing:

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Loft og Ljós á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Loft og Ljós hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að félagið fari eftir lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna. Starfsmenn okkar eru skuldbundnir til að fara með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Almennt:


Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Ef fram kemur fleiri en ein vara á mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu. Loft og Ljós áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld.

Galli:


Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturkall kaupa. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka. Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup.

Skil á vöru:

Kaupandi getur framvísað kvittun og skilað vöru keypt af seljanda innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu. Við skil á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi. Ef vara er ekki í endursöluhæfu ástandi rýrnar verðgildi vörunnar og er kaupandi ábyrgur fyrir þeirri rýrnun.

Pöntun:

Pöntun eru bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í körfu. Afhendingartími er almennt 1 til 5 dagar sé vara til á lager. Þurfi að sérpanta vöruna þá tekur afhendingartími 2 til 3 vikur og áskilur seljandi sér rétt til að fresta afhendingu komi til seinkunar á flutning. 

Greiðsla:

Mögulegt er að greiða með greiðslukortum í gegnum greiðslusíðu Rapyd í vefverslun. Hægt er að greiða í verslun okkar í Breiðhellu 16. 221 Hafnarfirði. Við tökum einnig við Netgíró.

bottom of page